James Baraniuk er dósent við læknadeild Georgetown háskóla og forstöðumaður rannsóknarstöðvar fyrir langvarandi verki og þreytu sem staðsett er í Georgetown háskólalækningamiðstöðinni í Washington. Hann hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknum á ME sjúkdómnum og skrifað greinar í virt læknatímarit.
Hann er einn þeirra lækna sem gagnrýnt hafa PACE rannsóknina sem birt var á sínum tíma í Lancet. Baraniuk, ásamt fjölda annarra virtra sérfæðinga, skrifaði undir tvö bréf til Lancet þar sem þess var krafist að PACE rannsóknin yrði gerð ómerk vegna þess hve illa hún var unnin.
Eftir fyrirlesturinn gefst gestum tækifæri til að spyrja Dr. Baraniuk um störf hans og annað sem snýr að ME.
Það verða tveir íslenskir læknar á staðnum til að hjálpa til við að þýða, bæði helstu atriði fyrirlestrarins og svo spurningar og svör.
Við viljum gjarnan geta boðið gestum upp á bedda/hvíldarstóla og teppi ef þeir þarfnast þess og biðjum við félagsmenn að hafa samband við okkur ef þeir geta lánað slíkt.
Eins og fyrri fræðslu- og félagsfundum verður þessum fyrirlestri streymt beint á Facebook síðu félagsins.
Dr. Baraiuk verður gestur á Læknadögum sem verða haldnir í Hörpu dagana
23. - 25. janúar.
Þar mun hann, í boði íslenskra lækna, taka þátt í málstofu um ME.